Fundir
Launamunurinn eltir, ævina á enda
- Málstofa um lífeyrismál kvenna
Í lok Kvennaársins 2025 er viðeigandi að ræða það sem tekur við þegar starfsævinni lýkur og eftirlaunaaldri er náð. Tekjumunur milli kvenna og karla helst ævina á enda. Konur fá ekki bara lægri laun en karlar á vinnumarkaði heldur einnig lægri lífeyri.
Á þessari málstofu fara sérfræðingar yfir tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna í dag, fjallað verður um lífeyriskerfið út frá jafnréttissjónarmiðum og velt verður upp möguleikum til að jafna leikinn.
Morgunverður í boði fyrir þau sem mæta á staðinn ásamt tækifæri til þess að taka þátt í umræðum eftir að erindum lýkur.
Málstofan verður haldin í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8:30 - 10:00. Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum rafrænt.
Athugið að túlkun á ensku verður einungis í boði á Teams.