Fundir
Launamunurinn eltir - ævina á enda
- Málstofa um lífeyrismál kvenna
Í lok Kvennaársins 2025 er viðeigandi að ræða það sem tekur við þegar starfsævinni lýkur og eftirlaunaaldri er náð. Tekjumunur milli kvenna og karla helst ævina á enda. Konur fá ekki bara lægri laun en karlar á vinnumarkaði heldur einnig lægri lífeyri.
Á þessari málstofu fara sérfræðingar yfir tölulegar upplýsingar um stöðu kynjanna í dag, fjallað verður um lífeyriskerfið út frá jafnréttissjónarmiðum og velt verður upp möguleikum til að jafna leikinn.
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 8:15 og málstofan hefst kl. 8:45.
Setning fundar
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR
Þegar allt safnast upp: launamunur og lífeyrir
Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, fjallar um rannsókn sem gerð var á vegum ASÍ og BSRB í tilefni Kvennaárs 2025. Í henni voru teknar saman tölur um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands.
Lífeyrisréttindi karla og kvenna: staðan í dag og framtíðarhorfur
Hrafn Úlfarsson, sérfræðingur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, fer yfir mun á lífeyrisgreiðslum til karla og kvenna hjá sjóðnum, hver þróunin hefur verið og framtíðarhorfur. Hrafn mun jafnframt renna yfir þau tól sem í boði eru til að jafna leikinn, þá aðallega skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna.
Mitt er þitt og þitt er mitt - kynjajafnrétti og lífeyrismál
Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur, varpar ljósi á þýðingu þess að lífeyrisréttindi ávinnast í takt við þátttöku á vinnumarkaði og launagreiðslur út frá jafnréttissjónarmiðum.
Pallborð og samantekt
Halla Gunnarsdóttir stýrir umræðum
Morgunverður í boði fyrir þau sem mæta á staðfund og tækifæri til að taka þátt í umræðum. Málstofan verður haldin í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8:45 - 10:00. Húsið opnar kl. 8:15 fyrir morgunverð. Einnig verður hægt að fylgjast með viðburðinum rafrænt.
Vinsamlega skráið ykkur á málstofuna hér að ofan.