02. nóv.
12:00-12:45 Rafrænt á vr.is/streymi
Jonjosep FACEBOOKCOVER

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Á ég að spara eða greiða niður lánin mín?

2. nóvember k. 12:00-12:45
Fyrirlesari: Jón Jósep Snæbjörnsson, viðskiptatengslastjóri hjá Aurbjörgu

Lán og vextir snerta okkur flest. Í þessum fyrirlestri er farið yfir nokkur atriði sem mikilvægt er að þekkja til að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum einstaklinga. Í lok fyrirlestrar ættu þátttakendur að þekkja nokkur af þeim helstu hugtökum sem snerta lántöku og sparnað. Fyrirlesturinn hentar þeim vel sem telja sig hafa litla þekkingu á lántöku, vöxtum, prósentum og sparnaði - eða vilja einfaldlega gera betur í fjármálunum sínum. Fyrirlesarinn er Jón Jósep Snæbjörnsson viðskiptatengslastjóri fjártæknifyrirtækisins Aurbjargar, sem stuðlar að auknu fjármálalæsi, gagnsæi og aðstoðar fólk við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í fjármálum.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.

Með því að skrá þig á hádegisfyrirlestur færðu áminningu þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í
dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.