27. jan.
12:00-12:45
Fyrirlesari

Gunnur Líf Gunnarsdóttir

Gunnur

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Áskoranir í kynslóðabili á vinnumarkaði

Leiðbeinandi: Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Á tímum breytinga í samfélaginu er staðreyndin sú að aldrei fyrr hafa eins margar kynslóðir verið starfandi á sama tíma á vinnumarkaðnum. Það hefur að mörgu leyti í för með sér krefjandi áskoranir fyrir flest fyrirtæki, starfsfólk og stjórnendur.
Í þessum fyrirlestri veltir Gunnur Líf, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, upp hugmyndum um það hvernig við getum komið til móts við ólíkar væntingar og þarfir kynslóðanna varðandi vinnu ásamt því hvernig við getum byggt upp öfluga og sameinaða liðsheild sem skapar árangur.

Hún fer yfir hvað einkennir kynslóðirnar, hverjir eru styrkleikar þeirra, áherslur og þarfir, hvernig við störfum saman og hvernig nýtist sú vitneskja okkur til þess að viðhalda góðri samvinnu og byggja upp árangursríka vinnustaðamenningu. Sérhvert okkar er mikilvægt en á sama tíma erum við mikilvæg sem heild því bestu teymin eru oft þau sem byggja á styrkleikum allra kynslóða á vinnustaðnum. Við þurfum á hvert öðru að halda. Viska, reynsla og færni eldri kynslóðanna í bland við snerpu, innsýn og frumkvöðlasýn yngri kynslóðanna gæti verið lykillinn að árangri.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hleknnum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.