10. feb.
12:00-12:45
Fyrirlesari

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Landscape

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Sköpunargleði

Leiðbeinandi: Birna Dröfn Birgisdóttir viðskiptafræðingur, master í alþjóðaviðskiptum og doktorsnemi

Rannsakendur tala um að sköpunargleði fólks sé að minnka og er það talið vera vegna of mikils hraða í samfélögum. Þessi þróun þykir ekki jákvæð því rannsóknir sýna að sköpunargleði fólks gefi betri vísbendingu um árangur þess í lífinu en greindarvísitalan. Spár Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar telja einnig sköpunarhæfni vera einn af mikilvægustu eiginleikunum á framtíðarvinnumarkaðnum. Í þessum fyrirlestri mun Birna kenna aðferðir til að efla sköpunargleðina og útvega verkfæri sem hægt er að nota til að nýta hana betur við fjölbreytt viðfangsefni.

Birna hefur rannsakað sköpunargleði í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að tala um sköpunargleði og kynna fyrir fólki að sem betur fer sé hægt að þjálfa og efla sköpunargleðina. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.