14. okt.
12:00-13:00
Fyrirlesari

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

Sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR
Lokað fyrir skráningu
Sandra Portrett2

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Stafræna hæfnihjólið

Við lifum í heimi hraðra breytinga sem hafa áhrif á líf okkar úr ýmsum áttum. Hvort sem um ræðir verslun, þjónustu, þekkingaröflun, heilbrigðisþjónustu eða viðskipti þá kalla breytingarnar á sífellt þróaðri nálganir. Þar með verður köllun á breytta hæfni sem snýr að notkun, skilningi, þekkingu og færni. Ein mest áberandi breytingin er stafræn þróun og því verður krafa atvinnulífsins um stafræna hæfni óumflýjanleg.

Í þessum fyrirlestri fer Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR, yfir hugtakið stafræn hæfni ásamt því að kynna þá þætti sem Evrópusambandið hefur flokkað sem meginþætti stafrænnar hæfni. Hún fer yfir hvernig Stafræna hæfnihjólið virkar en hæfnihjólið er sjálfmatspróf á netinu að evrópskri fyrirmynd, sem VR býður félagsfólki sínu og landsmönnum öllum að fara í gegnum. Niðurstöður sjálfsmatsprófsins gefa góða yfirsýn yfir stafræna hæfni einstaklings, flokkar hana í mismunandi flokka og gefur leiðbeiningar um hvernig hver og einn getur unnið með eigin niðurstöður í framhaldinu.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.