13. okt.
12:00-12:45
Eva

Hádegisfyrirlestrar

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Stafræni hæfniklasinn – hvað er nú það?

Athugið breytta dagsetningu, 13. október.

Leiðbeinandi: Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans

Síðustu ár hefur átt sér stað gríðarlega hröð tækniþróun og fyrirtæki leggja nú enn meiri áherslu á að auka tækni og þróun. Þá er einnig gríðarlega mikilvægt að stafræn hæfni starfsfólksins fylgi með. Í þessum fyrirlestri mun Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, segja okkur frá hæfniklasanum og hvernig hans starfsemi getur nýst fyrirtækjum á sinni stafrænu vegferð.

Eva mun greina frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en hæfniklasinn er sjálfseignarstofnun og samstarfsverkefni SVÞ, VR, HR og íslenskra stjórnvalda. Á vettvangi hæfniklasans eru fyrirtæki hvött til að gefa stafrænum málum aukið rými í daglegu starfi og stuðla að eflingu stafrænnar hæfni og þjálfun starfsmanna til að allir geti verið virkir þátttakendur á vegferðinni. Hæfniklasinn vinnur með hæfnigreiningar og Eva mun segja frá því hvað hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu á sinni stafrænu vegferð.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga.

Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.