
Hádegisfyrirlestrar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Stytting til framtíðar
5. október kl. 12:00-12:45
Fyrirlesari: Victor Karl Magnússon, sérfræðingur í rannsóknum og greiningum hjá VR
VR og LÍV krefjast þess að almenn vinnuvika verði stytt í 32 stundir á viku án skerðingar launa. Hvers vegna? Ástæðurnar eru þrjár:
- Rannsóknir benda til þess að stytting vinnutíma hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu starfsfólks og starfsánægjuna.
- Framleiðni minnkar sjaldnast við styttingu vinnutíma vegna þess að starfsfólk sem er ánægt, úthvílt og heilbrigt afkastar meira en ella.
- Stytting vinnuvikunnar er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að takast á við þær samfélagsbreytingar sem tækniframfarir bera í skauti sér.
Markmið þessa erindis er að gera skil á ofangreindum áherslum VR í komandi kjaraviðræðum. Þá verður umræðan um styttingu vinnuvikunnar líka sett í sögulegt samhengi. Baráttan fyrir styttum vinnutíma er alls ekki ný og fróðlegt að skoða þá þróun sem hefur átt sér stað í þeim efnum á síðustu 100 árum. Victor Karl Magnússon starfar sem sérfræðingur í rannsóknum og greiningum hjá VR. Áður starfaði hann við rannsóknir hjá Háskóla Íslands en hann er með meistarapróf í rökfræði og vísindaheimspeki frá háskólanum í München.
Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.
Með því að skrá þig á hádegisfyrirlestur færðu áminningu þegar nær dregur viðburði á tölvupóstfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.