Námskeið
Námskeið fyrir félagsfólk - Þekktu þinn rétt
14. nóvember kl. 9:00-11:00
Leiðbeinandi: Jurgita Subonyte, kjaramálasérfræðingur
Stutt námskeið þar sem öll helstu réttindi samkvæmt kjarasamningi VR og SA eru kynnt. Á námskeiðinu er farið yfir veikindarétt, orlof, uppsagnarfrest, vinnutíma og áunnin réttindi. VR mun einnig veita almennar upplýsingar um réttindi fólks á íslenskum vinnumarkaði og kynna sjóði VR. Þetta námskeið verður á ensku.
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.
Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á www.vr.is.