26. nóv.
10:00- 11:30 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Auglýsing Námskeið Jafnréttisstofa

Námskeið

Námskeið fyrir félagsfólk VR - Jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði

26. nóvember kl. 10:00-11:30
Leiðbeinendur: Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingar hjá Jafnréttisstofu

Á námskeiðinu er fjallað um jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði. Farið er yfir skyldur atvinnurekenda og réttindi starfsfólks samkvæmt jafnréttislögum. Þá er fjallað um uppsprettu mismununar, afleiðingar og hvert er hægt að leita vegna mismununar. Tilgangur fræðslunnar er að fólk öðlist frekari þekkingu á jafnréttislögum og banni við mismunun og verði meðvitað um mikilvægi þess að átta sig á eigin viðhorfum, ómeðvitaðri hlutdrægni og áhrifum mismununar. Vinnustaðir þar sem jafnrétti ríkir laða að sér fjölbreyttari hóp starfsmanna og líkur eru á meiri starfsánægju, minni starfsmannaveltu og aukinni framleiðni. 
 
Anna Lilja Björnsdóttir er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá HÍ. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og viðbótardiplómu í fjölmenningu og fólksflutningum frá HÍ. Þær starfa báðar sem sérfræðingar hjá Jafnréttisstofu. 

Námskeiðið er haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 en einnig er hægt að vera með á Teams. Morgunmatur og hádegismatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan.   

Við skráningu er sendur tölvupóstur á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is.