Námskeið
Varst þú að missa vinnuna?
Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR og Hrefna Guðmundsdóttir, vinnu- og félagssálfræðingur
VR býður félagsfólki sínu, sem hefur nýlega lent í uppsögn af hálfu atvinnurekanda, á upplýsinga- og hvatningarfund. Sérfræðingar á kjaramálasviði VR fara fyrst yfir réttarstöðu starfsfólks gagnvart starfslokum, umsóknarferli atvinnuleysissjóðs og praktísk atriði fyrir atvinnuleit.
Að því loknu mun Hrefna Guðmundsdóttir, vinnusálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og skoða viðhorf okkar og venjur til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir. Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna. Hrefna hefur mikla reynslu af námskeiðshaldi og vinnu með fólki í endurhæfingu eða atvinnuleit.
Námskeiðið verður haldið þann 4. nóvember kl. 13:00-14:30 í sal VR, á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Einnig er í boði að taka þátt í gegnum Teams. Textun yfir á ensku í boði í gegnum fjarfundarbúnað. Skráning fer fram hér að ofan.