Fréttir

VR blaðið er komið út!
15. október 2025
Annað tölublað ársins 2025 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Þema blaðsins er kvennaárið en í ár eru liðin 50 ár frá fyrsta kvennafrídeginum og skrifar Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, grein í tilefni þess. Þá er rætt við fjórar félagskonur í VR um kvennafrídaginn og hvaða þýðingu hann hefur haft fyrir samfélagið í nútíð og framtíð.

Fundur með foreldrum leikskólabarna
14. október 2025
Laugardaginn 18. október nk. bjóðum við til fundar um samspil leikskóla og atvinnu. Fundurinn verður í haldinn í fundarsal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, kl. 11:00 – 13:00.