Fréttir

Ísland þarf öfluga verkalýðshreyfingu
02. maí 2025
Í rúma öld hefur launafólk á Íslandi efnt til kröfugöngu og útifunda í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Við fögnum því sem vel hefur tekist og skerpum á samstöðunni til að takast á við stærstu viðfangsefni samtímans.

Ræða formanns VR á 1. maí
01. maí 2025
Gleðilega hátíð, gleðilegan alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins. Við komum hér saman í skugga mikilla átaka í heiminum. Stríð geysar í Evrópu og þjóðarmorð stendur yfir í Palestínu, í heimshluta sem er allur meira eða minna sundurskorinn eftir stríðsátök. Hin pólitíska heimsskipan er að breytast; Bandaríkin, sem hafa verið í hlutverki einhvers konar heimsyfirvalds, eru hreinlega að spila út.