Fréttir

Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar
10. október 2025
Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu.

Stjórn VR gagnrýnir tillögur um breytingar á leikskólum höfuðborgarinnar
09. október 2025
Stjórn VR geldur varhug við tillögum Reykjavíkurborgar um breytingar á leikskólagjöldum sem er ætlað að stuðla að styttri vistunartíma barna. Með þessum tillögum fetar Reykjavíkurborg í fótspor Kópavogsbæjar og fleiri sveitarfélaga sem hafa lagt auknar byrðar á herðar fullvinnandi foreldra ungra barna.