Hvíta húsið

Hvíta húsið tekur sér nú sæti meðal Fyrirtækja ársins eftir að hafa verið í flokki Fyrirmyndarfyrirtækja nokkrum sinnum á síðustu árum. Allar einkunnir fyrirtækisins hækka á milli ára, heildareinkunn fer úr 4,38 í 4,55. Mest hækkar einkunn fyrir starfsanda, en hún fer úr 4,43 í 4,76 sem er umtalsverð hækkun. Sama má segja um einkunn fyrir þáttinn ánægja og stolt sem hækkar úr 4,45 í 4,76. Hvíta húsið er hæst meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að jafnrétti, með nokkrum yfirburðum. Lægsta einkunn Hvíta hússins er fyrir launakjör, 3,73 en meðaltal í stærðarflokknum er 3,48.

Hvíta húsið

4,55

Stjórnun

4,56

Starfsandi

4,76

Launakjör

3,80

Vinnuskilyrði

4,29

Sveigjanleiki í vinnu

4,63

Sjálfstæði í starfi

4,49

Ímynd fyrirtækis

4,75

Ánægja og stolt

4,76

Jafnrétti

4,90

Svarhlutfall

80