Nova

Nova tekur sér sæti meðal Fyrirtækja ársins í ár eftir að hafa verið ítrekað í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja síðasta áratuginn. Heildareinkunn Nova í ár er 4,48 og hækkar úr 4,30 árið 2019. Allar einkunnir Nova hækka milli ára, mest fyrir vinnuskilyrði og launakjör en síðarnefndi þátturinn er sá þáttur sem fær lægstu einkunn hjá Nova, eins og flestum öðrum fyrirtækjum í könnuninni. Fyrirtækið er með hæstu einkunn stórra fyrirtækja fyrir þáttinn stjórnun og deilir fyrsta sætinu með Verði þegar kemur að einkunn fyrir starfsanda og sjálfstæði í starfi og er þá miðað við fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni. Svarhlutfall hjá fyrirtækinu var á bilinu 80-100%

Nova

4,48

Stjórnun

4,64

Starfsandi

4,69

Launakjör

3,60

Vinnuskilyrði

4,23

Sveigjanleiki í vinnu

4,60

Sjálfstæði í starfi

4,56

Ímynd fyrirtækis

4,66

Ánægja og stolt

4,59

Jafnrétti

4,75

Svarhlutfall

80-100%