Sjóvá

Sjóvá er í hópi Fyrirtækja ársins þriðja árið í röð. Heildareinkunn fyrirtækisins hækkar aðeins á milli ára, fer úr 4,38 í 4,41. Flestar einkunnir hækka lítillega í ár, mest hækka einkunnir fyrir þættina ímynd fyrirtækisins, en sú einkunn hækkar úr 4,22 í 4,36 í ár, og þáttinn launakjör sem hækkar úr 3,48 í 3,63. Þetta er jafnframt lægsta einkunn Sjóvár í ár, en töluvert hærri en meðaltal stóru fyrirtækjanna sem er 3,30. Hæsta einkunn Sjóvá er fyrir þáttinn jafnrétti sem einnig hækkar á milli ára. Svarhlutfall Sjóvár var gott, á milli 80% og 100%.

Sjóvá

4,41

Stjórnun

4,51

Starfsandi

4,61

Launakjör

3,63

Vinnuskilyrði

4,14

Sveigjanleiki í vinnu

4,55

Sjálfstæði í starfi

4,54

Ímynd fyrirtækis

4,36

Ánægja og stolt

4,64

Jafnrétti

4,72

Svarhlutfall

80-100%