Opin kerfi

Opin kerfi taka stórt stökk upp listann í ár miðað við síðasta ár og eru nú í hópi Fyrirtækja ársins. Fyrirtækið var fimm árin þar á undan í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja og er því enginn nýgræðingur í þessum málum. Einkunn fyrirtækisins í ár er 4,55 en var 4,10 árið 2020. Opin kerfi fá hæstu einkunn stóru fyrirtækjanna fyrir starfsandann, 4,77 sem er umtalsvert hærri einkunn en meðaltalið í stærðarflokknum sem er 4,37.

Opin kerfi

4,55

Stjórnun

4,59

Starfsandi

4,77

Launakjör

3,68

Vinnuskilyrði

4,56

Sveigjanleiki vinnu

4,61

Sjálfstæði í starfi

4,59

Ímynd fyrirtækis

4,60

Ánægja og stolt

4,69

Jafnrétti

4,62

Svarhlutfall

80-100%