Rekstrarfélag Kringlunnar er Fyrirtæki ársins annað árið í röð og hefur verið meðal fimmtán efstu í fjögur af síðustu fimm árum. Rekstrarfélagið er efst í sínum stærðarflokki í tveimur lykilþáttum, ánægju og stolti af fyrirtæki en þar fær félagið fullt hús stiga, fimm stig, og stjórnun en þar er einkunn Rekstrarfélagsins 4,97 en meðaltalið er 4,53. Félagið fær 4,9 eða hærri einkunn fyrir fjóra af níu lykilþáttum.

4,86

Stjórnun

4,97

Starfsandi

4,93

Launakjör

4,50

Vinnuskilyrði

4,77

Sveigjanleiki vinnu

4,74

Sjálfstæði í starfi

4,83

Ímynd fyrirtækis

4,90

Ánægja og stolt

5,00

Jafnrétti

4,87

Svarhlutfall

80-100%