Sjóvá

Sjóvá er nú Fyrirtæki ársins fjórða árið í röð og hækkar heildareinkunn fyrirtækisins á milli ára, fer úr 4,41 í 4,55. Allar einkunnir fyrirtækisins hækka milli ára. Sjóvá er hæst stóru fyrirtækjanna í lykilþættinum ánægja og stolt af vinnustað með 4,78 í einkunn en meðaleinkunn er 4,30. Þessi einkunn hækkar að auki nokkuð frá fyrra ári. Sjóvá fær einnig háa einkunn fyrir jafnrétti á vinnustað eða 4,81 sem einnig er umtalsverð hækkun.

Sjóvá

4,55

Stjórnun

4,67

Starfsandi

4,67

Launakjör

3,68

Vinnuskilyrði

4,37

Sveigjanleiki vinnu

4,58

Sjálfstæði í starfi

4,64

Ímynd fyrirtækis

4,55

Ánægja og stolt

4,78

Jafnrétti

4,81

Svarhlutfall

80-100%