Launahækkun 2020

  • Samkvæmt kjarasamningum VR hækka taxtar um 24 þús. kr. en almenn hækkun er 18 þús. kr. frá og með 1. apríl 2020.
  • Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutfallslega hækkun.
  • Sjá lágmarkstaxta VR og SA hér.
  • Sjá lágmarkstaxta VR og FA hér.
  • Orlofsuppbót árið 2020 er 51.000 kr., greiðist þann 1. júní 2020, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2020 er 94.000 kr., greiðist eigi síðar en 15. desember 2020, miðað við fullt starf.

Í síðustu kjarasamningum var samið um launaauka á mánaðarlaun ef það mældist hækkun á hagvaxtarauka á milli ára. Hækkunin hefði þurft að vera a.m.k. 1% hækkun á milli ára til að það hefði komið til hækkunar á mánaðarlaunin, en það náðist ekki og því kemur enginn hagvaxtarauki til greiðslu 1. maí á þessu ári.