Launahækkanir

Launahækkanir eru allar í krónum talið og mun láglaunafólk hækka hlutfallslega meira í launum en þeir tekjuhærri. Hækkun launataxta á samningstímanum er alls 90 þúsund krónur en almenn hækkun er 68 þúsund krónur. Öll laun hækka jafnt fyrsta árið en á árunum 2020 til 2022 hækka launataxtar meira í krónum talið en laun sem eru umfram taxta.

Árleg launahækkun felur í sér eftirfarandi: fasta krónutöluhækkun, hækkun tengda hagvaxtarþróun og endurskoðun í ljósi þróunar launavísitölu á vinnumarkaði.

Samningsbundnar launahækkanir á krónutöluformi

Launahækkanir eru allar í krónum talið og mun láglaunafólk hækka hlutfallslega meira í launum en þeir tekjuhærri. Hækkun launataxta á samningstímanum er alls 90 þúsund krónur en almenn hækkun er 68 þúsund krónur. Öll laun hækka jafnt fyrsta árið en á árunum 2020 til 2022 hækka launataxtar meira í krónum talið en laun sem eru umfram taxta.

  • 2019 = Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.
  • 2020 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.
  • 2021 = Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.
  • 2022 = Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar.

Hagvaxtaraukinn tryggir að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni helst stöðugur

Hagvöxtur á mann Hagvaxtaraukinn
>1,0% +3.000 kr.
>1,5% +5.500 kr.
>2,0% +8.000 kr.
>2,5% +10.500 kr.
>3,0% +13.000 kr.
   

Launaþróunartrygging fyrir taxtalaun

Þriðji þáttur launahækkunar er launaþróunartrygging á taxtalaun sem greidd er út árlega og er markmiðið að tryggja að þeir félagsmenn sem taka laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði.

Launaþróunartryggingin er krónutöluhækkun sem bætist á kauptaxta 1. maí ár hvert.

Borin er saman launaþróun tiltekinna launataxta og launaþróun samkvæmt launavísitölu á milli desembermánaða ár hvert. Hækki launavísitalan meira en viðmiðunartaxtinn hækka allir kauptaxtar kjarasamninga um sömu krónutölu sem reiknast sem hlutfall umframhækkunarinnar af kauptaxta.