Stytting vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar

Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR, 9 mínútur á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar 9 mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða 3. klst og 15 mínútum á mánuði, án skerðingar launa. Markmiðið er að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni.

Framkvæmd styttingarinnar er samkomulag félagsfólks og atvinnurekenda á hverjum vinnustað fyrir sig. 

Hafi starfsfólk og atvinnurekendur ekki komist að samkomulagi um útfærslu styttingarinnar varð hver vinnudagur sjálfkrafa 9 mínútum styttri frá og með 1. janúar 2020.

Smelltu hér til að sjá tillögur að útfærslum miðað við verslunarfólk annars vegar og skrifstofufólk hins vegar.

Hótel

Skrifstofa

Verslun