Greinar og viðtöl

Stytting vinnuvikunnar - ávinningur fyrir alla

Ragnheiður Agnarsdóttir, eigandi Heilsufélagsins skrifar:

Í Lífskjarasamningnum, sem samþykktur var af félagsmönnum VR þann 15. apríl 2019, var samið um styttingu vinnuvikunnar. Um er að ræða samning milli launafólks og atvinnurekenda um útfærslu sem hentar hverjum vinnustað sem er athyglisverð tilraun sem gæti reynst, ef rétt er haldið á spilunum, mikið framfaraskref fyrir íslenskan vinnumarkað.

Greinin birtist 3. tbl. VR blaðsins 2019.

Lesa meira

 

Það er vinnuvikan sem skiptir máli

Margir mismunandi mælikvarðar eru til fyrir vinnutíma launafólks; hægt er að mæla lengd vinnuvikunnar, vinnutíma á mánuði eða vinnutíma á ársgrundvelli. En þegar verið er að tala um vinnutíma Íslendinga er eðlilegast að miða við hefðbundna vinnuviku fólks í fullu starfi. Það er lengd vinnuvikunnar sem hefur áhrif á jafnvægi vinnu og einkalífs, álag og streitu svo fátt eitt sé nefnt. Og það er vinnuvikan sem VR samdi um að stytta. Um þetta er fjallað í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.

Lesa meira

 

 

 

Stytting á vinnutíma í verslunum Samkaupa

Stytting vinnuvikunnar er flestum félagsmönnum VR ofarlega í huga þessi misserin enda tekur styttingin gildi 1. janúar næstkomandi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa en Samkaup rekur verslanir Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland, Seljakjör, Háskólaverslanir og Samkaup strax. Þar á bæ verður tekinn upp svokallaður mínútubanki þar sem starfsfólk safnar sér upp mínútum fyrir hverja unna stund.

Gunnur Líf segir að fyrirtækið hafi þurft að huga að mörgum þáttum í aðdraganda vinnutímastyttingarinnar en starfsfólk Samkaupa er um 1300 talsins í 60 verslunum um allt land.

Lesa meira