Aðalfundur deildar leiðsögufólks í VR verður haldinn þriðjudaginn 28. október 2025 kl. 20:00 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn fer fram bæði sem staðfundur og fjarfundur í senn.
Félagsfólk sem ætlar að sækja fundinn verður að skrá sig fyrirfram á vef VR fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi og skrá sig annað hvort á stað- eða fjarfund.
Allt fullgilt félagsfólk deildar leiðsögufólks í VR getur sótt fundinn. Fullgilt félagsfólk er það sem greitt hefur a.m.k. 11.365 kr. alls í félagsgjöld á sl. 12 mánuðum, að meðtöldum greiðslum til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna, ásamt því að hafa greitt félagsgjöld til VR fyrir a.m.k. einn mánuð frá júní – ágúst ´25. Yfirlit yfir greidd félagsgjöld er hægt að sjá á Mínum síðum á vr.is. Skráning í deild leiðsögufólks í VR fer fram á Mínum síðum á vr.is undir umsóknir.
Túlkun á ensku verður einungis í boði á Teams. Félagsfólk sem þarfnast túlkunar á staðfundi, vinsamlega komið með viðeigandi búnað og heyrnartól.
Kosningar á fundinum verða ýmist með handauppréttingu eða rafrænar og fundargestir auðkenna sig inn á fjarfund með rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. Ef félagsfólk lendir í tæknilegum vandræðum er hægt að hafa samband í síma 820 1700 frá kl. 20:00. Við hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega á fjarfundinn.
Dagskrá aðalfundar skv. starfsreglum
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Breytingar á starfsreglum, ef fyrir liggja*
- Kjör stjórnar skv. 4.gr. **
- Kjör í nefndir skv. 5. gr. ***
- Fjárhagsáætlun um félagslegt starf deildarinnar lögð fram
- Siðareglur leiðsögufólks****
- Önnur mál.
a. Árshlutayfirlit sjóða Leiðsagnar - félags leiðsögumanna 2025
* Engar breytingar á starfsreglum liggja fyrir. Tillögur að breytingum á starfsreglum þurfa að hafa borist til stjórnar deildarinnar sjö dögum fyrir aðalfund. Sjá nánar um breytingar á starfsreglum í starfsreglum deildar.
** Ekki fer fram kosning í stjórn, sjá bráðabirgðarákvæði í starfsreglum (hlekkur).
*** Engar tillögur eru um skipanir í nefndir.
**** Fyrir fundinum liggur tillaga að siðareglum leiðsögufólks.
Fundargögn
- Fjárhagsáætlun um félagslegt starf deildarinnar
- Tillaga að siðareglum leiðsögufólks
- Árshlutayfirlit endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar – Félags leiðsögumanna, janúar – júní 2025
- Árhlutayfirlit sjúkra- og orlofsheimilasjóðs Leiðsagnar – Félags leiðsögumanna, janúar – apríl 2025
- Árshlutayfirlit félagssjóðs Leiðsagnar – Félags leiðsögumanna, janúar – apríl 2025