Takk fyrir fríið!
Almennar fréttir
04.08.2025
Frídagur verslunarmanna er í huga okkar VR-inga einn mesti hátíðisdagur ársins, en er um leið lokadagur helstu ferðahelgar sumarsins. Fólk fikrar sig heim af útihátíðum, úr sumarbústöðum og útilegum, oft örlítið lúið á líkama en andinn hefur fengið tilbreytinguna sem er okkur öllum svo nauðsynleg. Fjölskyldufólk sér fram á að rútínan fari smám saman að hrökkva aftur í gang og hjólin fara að snúast á nýjan leik á fjölmörgum vinnustöðum.