Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fanar Kringlan 2

Almennar fréttir - 16.12.2022

Atkvæðagreiðsla um nýjan sérkjarasamning hjá flugeldhúsi Icelandair

Atkvæðagreiðsla um nýjan sérkjarasamning VR og SA fyrir hönd Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst kl. 9:00 mánudaginn 19. desember. Atkvæðagreiðslan tekur til starfsfólks hjá flugeldhúsi Icelandair. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 21. desember.

Atkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofum VR í Reykjavík og Reykjanesbæ. Hún stendur yfir í átta stundir á dag, mánudag og þriðjudag.

Kynntu þér kjarasamninginn hér.

Kjörstjórn VR,
16. desember 2022