Kommentakerfi ríkisstjórnarinnar
Almennar fréttir
14.01.2025
Í upphafi þessarar aldar var Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, spurð hvert hefði verið hennar helsta afrek í stjórnmálum. Hún var snögg til svars: „Tony Blair og New Labour. Við breyttum því hvernig andstæðingar okkar hugsa.“ Með öðrum orðum þá var það ekki stærð eða sigrar Íhaldsflokksins sem hún mældi árangur sinn í, heldur einmitt í því að hafa náð að færa pólitíska ásinn í heild sinni.