Vefspjall VR
Blaer Vrbanner Copy

Almennar fréttir - 17.10.2025

Endurnýjun árgjalds íbúðafélagsins Blævar

Nú er komið að endurnýjun árgjalds íbúðafélagsins Blævar og nær hún til þeirra sem skráðu sig á biðlista þegar skráning hófst í apríl 2024 og síðar. Tölvupóstur hefur verið sendur á þau sem þetta á við.
Til að viðhalda númeri á biðlistanum, farið inn á Mínar síður og smellið á „Greiða árgjald í íbúðafélagið Blæ“. Árgjaldið er 2.900 kr.

Þau sem óska ekki eftir að vera áfram á biðlistanum þurfa ekkert að gera og dettur skráning þeirra út.