Almennar fréttir - 20.10.2025
Félagsfólk VR velur VR varasjóð
Niðurstöður kosninga um styrkjafyrirkomulag hjá VR liggja nú fyrir. Meirihluti VR félaga sem greiddu atkvæði kaus VR varasjóð eða 63,47%. 32,84% kusu hefðbundið styrkjakerfi og 3,69% tóku ekki afstöðu. Alls greiddi 7241 atkvæði og var kjörsókn 16,16%.
Kosning stóð frá 29. september til hádegis í dag, mánudaginn 20. október 2025. Kosningin er bindandi fyrir félagið.
Ekki verður því gerð breyting á styrkjafyrirkomulagi hjá VR.