Vefspjall
Hleður upp...
Vr Fanar 1

Almennar fréttir - 18.12.2025

Fyrirkomulag á greiðslu styrkja fyrir áramót

Félagsfólk vinsamlega athugið að styrkir úr sjóðum VR verða greiddir út fyrir áramót en skilatími umsókna í alla sjóði félagsins var þann 10. desember sl.

Greiðsla verður sem hér segir:

Þriðjudaginn 23. desember verða styrkir úr starfsmenntasjóðum og VR varasjóði greiddir.

Þriðjudaginn 30. desember verða styrkir úr starfsmenntasjóðum, VR varasjóði og Sjúkrasjóði VR greiddir.