Almennar fréttir - 06.11.2025
Miðasala hefst í dag kl. 10:00 - Ævintýri í Jólaskógi
Miðasala á Ævintýri í Jólaskógi hefst kl. 10:00 í dag, fimmtudaginn 6. nóvember.
VR gefur félagsfólki sínu tækifæri til að upplifa ævintýraferð í Jólaskógi í aðdraganda jólahátíðarinnar í ár.
Sýningin fer fram í Guðmundarlundi og standa jolasveinar.is að sýningunni. Félagsfólk getur valið um að koma dagana 27., 28. eða 29. nóvember en með því að dreifa skemmtuninni á nokkra daga gefst fleirum tækifæri til að njóta en ella.
Miðasala fer fram á Mínum síðum á vef VR. Miðar verða seldir með afslætti og kostar miðinn einungis 500 kr.
Hámarksmiðafjöldi fyrir hvern VR félaga er 6 stk. Athugið að miðafjöldi er takmarkaður. Ekki er hægt að breyta eða skila miðum.