Almennar fréttir - 18.08.2025
Miðhúsaskógur lokaður fram í nóvember
Vegna framkvæmda verður lokað fyrir bókanir í orlofshús í Miðhúsaskógi frá byrjun september fram í nóvember. Unnið er að viðhaldi stofnlagna á svæðinu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Tilkynning verður birt á vef VR og orlofsvef félagsins þegar opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa á svæðinu á nýjan leik.