Vefspjall VR
24 0119 VR Desktop 3840X1288 02

Almennar fréttir - 28.11.2025

Mundu eftir desemberuppbótinni!

Desemberuppbót skv. samningum VR er 110.000 kr. m.v. fullt starf fyrir árið 2025.

Desemberuppbótin er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af desemberuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á desemberuppbótina.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllu starfsfólki sem verið hefur samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum EÐA eru í starfi fyrstu viku í desember.

Smelltu hér til að reikna út þína desemberuppbót.