Blaer Vrbanner Copy

Almennar fréttir - 19.06.2024

Númer dregin fyrir biðlista íbúðafélagsins Blævar

Skráningu á biðlista fyrir úthlutun fyrstu íbúða Blævar er nú lokið. Félagsfólk sem skráði sig á biðlistann getur farið inn á Mínar síður og séð stöðu sína á listanum.

Númer á biðlistanum voru dregin af handahófi. Þau sem fengu lægstu númerin fá forgang í að sækja um íbúðir hjá félaginu en fyrirhugað er að opna fyrir umsóknir í byrjun júlí.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og íbúðirnar verða birtar á vef VR fljótlega.

Skráning á almennan biðlista hefst 20. júní. Félagsfólk sem skráir sig frá og með 20. júní fer aftast á biðlistann.