Almennar fréttir - 19.12.2025
Opnunartími VR yfir hátíðirnar
Félagsfólk VR vinsamlega athugið að skrifstofur félagsins verða lokaðar á aðfangadag, 24. desember, og gamlársdag, 31. desember. Skrifstofurnar verða að öðru leyti opnar milli jóla og nýárs. Skrifstofa VR á Selfossi verður lokuð 2. janúar. Sjá nánar um almennan opnunartíma skrifstofa félagsins hér.
Allar upplýsingar um sjóði og þjónustu félagsins er að finna á vef okkar, vr.is. Þá er hægt að sækja um í sjóðum og athuga stöðu sína á Mínum síðum á vr.is. Athugið að síðasti skiladagur umsókna fyrir hátíðirnar var þann 10. desember sl. og verða styrkir greiddir út fyrir áramót. Sjá nánar hér.
VR þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og óskar öllu félagsfólki sínu gleðilegrar hátíðar.