Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Midhusaskogur_37.jpg

Almennar fréttir - 06.04.2020

Orlofshúsum og íbúðum VR lokað þar til samkomubanni lýkur

Vegna tilmæla Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra mun VR loka öllum orlofshúsum og íbúðum sem eru í útleigu hjá félaginu þar til samkomubanni yfirvalda verður aflétt þann 4. maí næstkomandi. Opnað verður aftur fyrir bókanir orlofshúsa 5. maí. Þeir sem eiga bókað orlofshús eftir 5. maí halda þeim bókunum.

Félagsmenn sem áttu bókaðar orlofseignir VR á því tímabili sem um ræðir fá leigugjaldið endurgreitt að fullu og mun félagið vera í sambandi við þá. Hægt er að fá nánari upplýsingar um högun endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á netfangið orlofshus@vr.is. Unnið verður að afbókunum á næstu dögum.

VR á 73 orlofshús og íbúðir sem félagið leigir til félagsmanna sinna. Orlofshúsin eru víðsvegar um landið. Þá tekur félagið á leigu 20-25 hús yfir sumartímann.