Morgunverðarfundur 23.11

Almennar fréttir - 17.11.2023

Púsluspil foreldranna: morgunverðarfundur VR

Ákvarðanir nokkurra sveitarfélaga að hækka leikskólagjöld fyrir vistun umfram sex klukkustundir hafa vakið víðtæka umræðu um starfsemi leikskóla og mikilvægi þeirra í íslensku samfélagi. Vísað hefur verið til fjárhags sveitarfélaga, velferðar barna og leikskólans sem vinnustaðar. Minna hefur farið fyrir umræðu um áhrif þessarar stefnumótunar á vinnandi fólk en það er ljóst að flest launafólk er í þeirri stöðu að þurfa annað hvort að taka á sig aukinn kostnað eða lækkað starfshlutfall og þar með tekjutap.

VR efnir til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um stefnumótun um leikskóla út frá mismunandi sjónarmiðum og með hliðsjón af hagsmunum foreldra, barna og atvinnulífsins. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember kl. 9:00 – 10:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 og á Teams.

Húsið opnar kl. 8:30 með morgunverði. Fundurinn er öllum opinn, börn eru velkomin og ung börn sem ekki hafa dagvistun eru sérstaklega velkomin ásamt foreldrum sínum. Boðið verður upp á túlkun á ensku á Teams.

Skráning á fundinn er hér.

Dagskrá

Fundarstjóri er Halla Gunnarsdóttir, stjórnarkona í VR

Tekjuskerðing foreldra
Fæðingarorlof, umönnunarbil og skerðing á leikskólastarfi
Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR

Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum
Orðræðugreining á fjölmiðlaumfjöllun um leikskóla
Sunna Kristín Símonardóttir, nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands

Hvernig gengur?
Að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins

Pallborð

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Arnaldur Grétarsson, faðir
  • Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins
  • Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla