Garri Skrifstofa 10

Almennar fréttir - 02.09.2025

Rafrænn fyrirlestur á Mínum síðum 

Á Mínum síðum á vr.is geta VR félagar horft á áhugaverðan fyrirlestur um seiglu og streitu með Lilju Magnúsdóttur, sálfræðingi. 

Krefjandi tímabil eru óumflýjanlegur hluti af lífinu. En hvernig eru viðbrögð okkar þegar streitan er mikil og hvernig getum við þróað heilbrigð bjargráð sem nýtast til lengri tíma? Í þessum fyrirlestri eru kynntar leiðir til þess að auka þrautseigju og aðferðir sem miða að því að bregðast meðvitað við streitu. Rýnt er í hugtakið seiglu en seigla er ekki meðfæddur eiginleiki heldur eitthvað sem hægt er að þjálfa. Lilja Magnúsdóttir hefur starfað í 12 ár sem sálfræðingur og tekið að sér ýmis verkefni í tengslum við streitu og markmiðasetningu. 

Ekki missa af þessum áhugaverða fyrirlestri á Mínum síðum á vr.is

Fyrirlesturinn er með enskum texta.