Almennar fréttir - 21.10.2025
Skimun fyrir krabbameini bjargar lífum
Við minnum á að öll eiga rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu, þar með talið skimun fyrir krabbameini. Skimanir fyrir krabbameini eru gríðarlega mikilvægar og fá konur á aldrinum 23 til 64 ára boð í leghálsskimanir.
Nú eru heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu farnar að bjóða upp á opin hús og síðdegisopnanir. VR hvetur félagskonur sínar til að fara í krabbameinsskimanir.
Nánari upplýsingar á skimanir.is