Almennar fréttir - 19.09.2025
Viltu sitja þing LÍV fyrir hönd VR?
VR auglýsir eftir áhugasömu félagsfólki til að sitja þing Landssambands ísl. verzlunarmanna fyrir hönd félagsins dagana 30. og 31. október 2025. Þingið verður haldið í Reykjavík.
Ef þú vilt gefa kost á þér, vinsamlega sendu tölvupóst á evag@vr.is fyrir hádegi þann 25. september 2025 með upplýsingum um nafn, kennitölu og starfssvið.
Fjöldi fulltrúa VR á þinginu er takmarkaður og því er ekki hægt að tryggja öllum áhugasömum sæti á þinginu. En VR mun stilla upp lista varamanna sem leitað verður til ef aðalmenn forfallast.