Kosningum til formanns og stjórnar VR, sem stóð frá 8. mars til kl. 12:00 á hádegi þann 15. mars 2023 er nú lokið. Atkvæði greiddu 11.997*. Á kjörskrá voru alls 39.206 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6% sem er mesta þátttaka í kosningum til forystu félagsins.
Niðurstöður kosninganna eru sem hér segir:
Formaður VR – til tveggja ára
Ragnar Þór Ingólfsson
Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR
Halla Gunnarsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Jennifer Schröder
Þórir Hilmarsson
Vala Ólöf Kristinsdóttir
Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs
Ævar Þór Magnússon
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Gabríel Benjamin
Þessir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi fyrir árið 2023 sem haldinn verður í lok mars.
Sjá hér heildarniðurstöður í kosningunum.
*Vinsamlega athugið að talan yfir fjölda sem kaus hefur verið leiðrétt, úr 11.996 í 11.997.
Frambjóðendur til formanns VR
Smelltu á nafn frambjóðanda til að sjá nánari upplýsingar.
Frambjóðendur til stjórnar VR
Smelltu á nafn frambjóðanda til að sjá nánari upplýsingar.
- Árni Konráð Árnason
- Gabríel Benjamin
- Halla Gunnarsdóttir
- Helga Ingólfsdóttir
- Jennifer Schröder
- Jóhanna Gunnarsdóttir
- Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
- Nökkvi Harðarson
- Ólafur Reimar Gunnarsson
- Sigríður Hallgrímsdóttir
- Sigurður Sigfússon
- Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
- Vala Ólöf Kristinsdóttir
- Þorsteinn Þórólfsson
- Þórir Hilmarsson
- Ævar Þór Magnússon
Hverjir hafa atkvæðisrétt?
Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR félagar. Á kjörskrá er einnig eldra félagsfólk (hætt atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem fær greiddan ellilífeyri og sem verið hafa í félaginu a.m.k. 5 ár samfellt fyrirt töku eftirlauna.
Upplýsingar til atkvæðisbærra VR félaga
Allt atkvæðisbært félagsfólk fær sendar upplýsingar í tölvupósti um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli verður aðgengilegur á vef VR. Þau sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga rétt á þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á netfangið kjorstjorn@vr.is eða í pósti til Kjörstjórnar VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til loka kjörfundar.