Starfsmenntanefnd VR

Starfsmenntanefnd VR var stofnuð með það meginmarkmið að efla framgang starfsmenntunar félagsmanna. Hlutverk nefndarinnar er að móta skýra stefnu og verkferla VR í starfsmenntamálum. Nefndin skal sjá til þess að þekking liggi fyrir á stöðu menntunar félagsmanna VR í samhengi við þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma.

Menntastefna VR 2020-2022

VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR.

Helstu áhersluþættir VR er varða menntastefnu VR 2020-2022 eru:

  1. Aukin hæfni félagsmanna
    a. VR vill stuðla að aukinni menntun meðal félagsmanna sem ekki hafa lokið við
    grunnmenntun.
    b. VR leggur áherslu á að félagsmönnum gefist ávallt kostur á að auka hæfni sína með sí- og endurmenntun.
    c. VR hvetur félagsmenn sína til að undirbúa sig fyrir frekari breytingar og leiðir til að takast á við mögulegar breytingar á störfum í framtíðinni.
  2. Samvinna innan skólasamfélagsins í heild sinni
    a. VR er virkur þátttakandi í framþróun náms og námsúrræða fyrir félagsmenn.
    b. VR tekur þátt í verkefnum á öllum skólastigum.
    c. VR stuðlar að aukinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar.
    d. VR vinnur með hagsmunaaðilum til aukinnar hæfni fyrir félagsmenn sína
  3. Síbreytileg og uppfærð upplýsingagjöf til félagsmanna
    a. VR tryggir skýrt aðgengi félagsmanna að upplýsingum um frekara nám.
    b. VR upplýsir félagsmenn um hvaða breytingar geta orðið á vinnumarkaði og störf þeirra.
  4. Raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf?
    a. VR stuðlar að því að hæfni sem félagsmaður hefur áunnið sér verði metin/skrásett.
    b. VR stuðlar að því að aðgengi í raunfærnimat í almennri starfshæfni verði gott
    c. VR stuðlar að því að raunfærnimat skili félagsmönnum ávinningi til styttingar á formlegu námi.