Ætlar þitt fyrirtæki að vera með?

Við erum byrjuð að undirbúa Fyrirtæki ársins 2024!
Skráðu þig og þitt fyrirtæki hér fyrir neðan og við verðum í sambandi við þig þegar nær dregur. Niðurstöður könnunarinnar eru frábært verkfæri til umbóta á vinnustöðum.

Könnun VR á Fyrirtæki ársins hefst í febrúar 2024. VR hefur staðið fyrir þessari könnun meðal fyrirtækja árlega í meira en tvo áratugi. Könnunin veitir stjórnendum tækifæri til að kanna hvernig starfsfólkinu líður og hversu vel fyrirtækið tekst á við breytingar og utanaðkomandi áföll. Niðurstöðurnar gefa víðtæka og áreiðanlega mynd af stöðu mála í innra umhverfi fyrirtækisins og hvaða augum starfsfólk þess lítur stjórnunina og starfsumhverfi sitt. Niðurstöðurnar eru frábært vinnutæki til umbótastarfs innan fyrirtækisins.

Könnunin verður send til alls félagsfólks VR. Til að gefa sem réttasta mynd af stöðu fyrirtækisins er mikilvægt að allt starfsfólk fyrirtækisins geti tekið þátt í könnuninni.

Athugið! Aðeins fyrirtæki sem tryggja öllu starfsfólki tækifæri til að taka þátt í könnun VR koma til greina í valinu á Fyrirtæki ársins.

Er allt starfsfólkið í þínu fyrirtæki félagar í VR?

Þá er könnunin ykkur að kostnaðarlausu, eina sem þið þurfið að gera er að láta okkur vita með tölvupósti á 2024@vr.is.

Sjá niðurstöður úr Fyrirtæki ársins 2023