Auglýsingar VR

16.06.2018

Þekktu þín mörk

Hvernig líður þér? Ef álagið er farið að koma illa við þig er kominn tími til þess að vera hetjan sem þekkir sín mörk. Kynntu þér einkenni kulnunar og sýndu sjúklegri streitu í tvo heimana – áður en þú brennur út.
16.06.2018

Þekktu þín mörk - Áhugaleysi

Í heimi þar sem kröfurnar aukast sífellt getur verið erfitt að muna eftir sjálfum sér og eigin áhugamálum. Kannast þú við þessar aðstæður? Kynntu þér einkenni kulnunar á VR.is.
16.06.2018

Þekktu þín mörk - Gleymska

Hann skilar öllu á réttum tíma og er með bestu sölutölurnar aftur og aftur. Svo rekst hann á vegg. Kannast þú við þessar aðstæður? Kynntu þér einkenni kulnunar á VR.is.
16.06.2018

Þekktu þín mörk - Pirringur - Símtal

Vissir þú að pirringur er eitt af einkennum kulnunar? Ef það þarf lítið til að koma þér úr jafnvægi eða allt í kringum þig fer í taugarnar á þér ættirðu að kyrra hugann og kynna þér einkenni kulnunar á VR.is
16.06.2018

Þekktu þín mörk - Pirringur - Prentari

Hún er á framabraut og heldur bestu kynningarnar í bransanum. En eitthvað er í ólagi. Kannast þú við þessar aðstæður? Kynntu þér einkenni kulnunar á VR.is.
16.06.2018

Þekktu þín mörk - Svefnleysi

Vissir þú að svefnleysi er eitt af einkennum kulnunar? Ef þú byltir þér meira en þú sefur eða telur kindur hraðar en meðaljóninn ættirðu að kynna þér einkenni kulnunar á VR.is
30.10.2017

Þekktu þinn rétt - Hvíldartími

Þekktu þinn rétt herferðin hafði það að markmiði að vekja félagsmenn til umhugsunar um rétt sinn. Santos starfaði í veitinga- og hótelrekstri í Sao Paolo áður en hann flutti til Íslands fyrir 20 árum. Í Brasilíu á hann sex systur og fjóra bræður. Hér á Íslandi á hann eiginkonu og þrjú börn. Honum finnst íslenskur matur ennþá skrítinn.
30.10.2017

Þekktu þinn rétt - Lágmarkslaun

Þekktu þinn rétt herferðin hafði það að markmiði að vekja félagsmenn til umhugsunar um rétt sinn. Nína Margrét er 18 ára Hafnfirðingur á náttúruvísindabraut Kvennaskólans í Reykjavík. Hún hefur starfað sem danskennari og leikkona en hyggur á forritunarnám í Bandaríkjunum.