
Hádegisfyrirlestrar
Hádegisráð - Áhrif skipulags á líðan
Leiðbeinandi: Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi
Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um verkefni sem maður stendur frammi fyrir en veit ekki hvar á að byrja fallast manni stundum hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.
Megináhersla hádegiserindisins er að benda á hvernig skipulag nýtist sem verkfæri í átt að bættri líðan og mikilvægi þess að skoða raunverulegar þarfir okkar og langanir hér og nú.
Markmið Virpi er að allir sem hlusta á erindið snúi aftur til sinna starfa með hugmynd um næstu skref í áttina að góðu hversdagsskipulagi, meiri virkni og bættri vellíðan.
Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 7 daga.