25. mar.
12:00-12:30
Fyrirlesari

Lokað fyrir skráningu
Freyr Ólafsson

Hádegisfyrirlestrar

Hádegisráð - Betri í dag en í gær

Leiðbeinandi: Freyr Ólafsson stjórnendaráðgjafi

Hádegisráð Freys snúast um hvernig við getum, með skynsamlegum litlum breytingum á okkar daglegu venjum og vinnubrögðum, náð að afkasta meiru, halda betur út og ná jafnvel að líða betur meðan á öll stendur. Venjur, rútínur og vinnubrögð eru Frey mjög hugleikin og er hægt að sjá skrif hans á vefnum www.freyr.is. Eitt höfuðáhugamál Freys eru pælingar um mannlega hegðun, árangur og þannig möguleikann á að verða aðeins betri í dag en í gær. Einhverjir þekkja Frey Ólafsson sem formann Frjálsíþróttasambands Íslands, en hann er auk þess stjórnendaráðgjafi, pistlahöfundur og fyrirlesari sem starfar dagsdaglega við að hjálpa fólki og fyrirtækjum að bæta sig. Hann er tölvunarfræðingur með mikla stjórnunarreynslu og nýtir sér þannig þekkingu sína við að endurskipuleggja ferla og tæknimál fyrirtækja. Freyr er einnig menntaður íþróttakennari með þjálfunarreynslu og byggir á þeim bakgrunni við að hjálpa fyrirtækjum að stilla upp liði sínu og að þjálfa stjórnendur sem og annað starfsfólk til að bæta sig.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 7 daga.