14. jan.
12:00-12:30
Fyrirlesari

Hádegisráð - Eru tækifæri í mótlæti?

Lukka Pálsdóttir

Hádegisfyrirlestrar

Hádegisráð - Eru tækifæri í mótlæti?

Leiðbeinandi: Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson heilsusérfræðingar hjá Greenfit

Lukka Pálsdóttir og Már Þórarinsson fjalla um það hvernig við getum nýtt mótlæti til eflingar og til að byggja okkur upp. Vöðvar vaxa við mótspyrnu en það gerir andinn líka. Hvernig getum við komið út úr Covid tímabilinu sem sterkari einstaklingar með öflugra ónæmiskerfi og tilbúin í ný tækifæri? Hvaða matur, þjálfun og lífstíll eru best til árangurs. Lukka Pálsdóttir er sjúkraþjálfari, einkaþjálfari og jógakennari.
Hún er stofnandi heilsu-veitingastaðarins Happ og frumkvöðull í notkun næringar til heilsueflingar. Már Þórarinsson er GMB hreyfiflæði-þjálfari og alhliða íþróttamaður sem hefur stundað keppnisíþróttir frá barnsaldri þar á meðal handbolta, fótbolta, lyftingar, hlaup, hjólreiðar og þríþraut. Hans sérsvið er að greina hreyfigetu og hjálpa fólki að ná árangri, losna við verki og forðast meiðsl.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 7 daga.