28. jan.
12:00-12:30
Fyrirlesari

María Ólafsdóttir

Hádegisfyrirlestrar

Hádegisráð - Fötin skapa manninn

Leiðbeinandi: María Th. Ólafsdóttir, búningahöfundur og fatahönnuður.

María Th. Ólafsdóttir er búningahöfundur sem hefur starfað í leikhúsi, sjónvarpi, við kennslu og á fleiri sviðum er varða fatnað og útlit.María er með BFA próf í „Fashion Design“ frá Parsons School of Design í NY og MA próf í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.

Í þessum hádegisfyrirlestri langar Maríu að ræða það hvernig við undirbúum okkur fyrir atvinnuviðtal. Orðtakið „Fötin skapa manninn“ á við í þessu samhengi en margt annað kemur einnig fram í umræðunni um það hvernig við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum í aðstæðum sem þessum. Fatnaður getur haft mikil áhrif á sjálfstraust og tjáningu, auk þess sem hughrif klæðnaðar á annað fólk í kringum okkur eru misjöfn og misviðeigandi. 

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 7 daga.