06. maí
12:00-12:30
Fyrirlesari

Nathalía

Hádegisfyrirlestrar

Hádegisráð VR - Góð ráð í atvinnuleit

Farið verður yfir atvinnuleitarferlið og hvað hægt er að gera til þess að atvinnuleitin verði ánægjulegri og skilvirkari. Það er styrkur fólginn í því að fá fagaðila með sér í lið við að undirbúa gögn og fara í gegnum aðferðir sem nýtast best í atvinnuleitinni.

Nathalía Druzin Halldórsdóttir starfar sem atvinnuráðgjafi hjá VR en hún hefur fjölbreytta reynslu af ráðgjöf, verkefnastjórnun og markaðsmálum. Hún starfaði m.a. við ráðningar hjá IMG - Gallup, var annar stofnanda ráðningarfyrirtækisins Ráðum, sjálfstætt starfandi ráðgjafi í atvinnumálum og markaðs- og verkefnastjóri Íslensku óperunnar.

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður aðgengilegur þar út júlí 2021.

Hægt er að bóka viðtal hjá atvinnuráðgjafa VR með því að senda tölvupóst á atvinnumal@vr.is