
Hádegisfyrirlestrar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Eitt skref í einu
Leiðbeinandi: Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, göngugarpur og Snjódrífa
Eitt skref í einu fjallar um vegferð Sirrýjar þar sem hún tókst á við það verkefni að berjast við krabbamein í 10 ár. Hvernig hún lærði að lifa, ekki í óttanum heldur í voninni, ásamt mikilvægi þess að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Fyrirlesturinn fjallar einnig um þá miklu áskorun og ákvörðun að þvera Vatnajökul, að setja saman hóp og raunhæfa áætlun um hvernig skal þvera stærsta jökul Evrópu. Fyrirlesturinn fjallar um vonir og væntingar en einnig um vonbrigði, frábæran félagsskap, trúna á lífið og hversu mikið útivist getur bætt andlega heilsu.
Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, 7. janúar og opinn út þann dag á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður aðgengilegur þar í 7 daga.